Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, kallar eftir því að fyrirliði liðsins, Pierre-Emerick Aubameyang, missi sæti sitt í byrjunarliði Arsenal eftir daprar frammistöður.
„Arteta þarf að taka stóra ákvörðun varðandi Aubameyang. Hann setti fordæmi þegar hann tók leikmannninn úr byrjunarliðinu fyrir nágrannaslaginn gegn Tottenham á dögunum,“ sagði Keown.
Arsenal tapaði um helgina gegn Liverpool og frammistaða Aubameyang var ekki nógu góð. Þá hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit með Arsenal á tímabilinu, spilað 32 leiki og skorað 14 mörk.
„Ætti Arteta ekki að taka hann úr byrjunarliðinu fyrir að standa sig eins illa og hann gerði gegn Liverpool? Ef hann heldur honum í byrjunarliðinu þá gæti hann átt hættu á því að missa virðingu leikmannahópsins,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal.
Hann telur að Gabriel Martinelli ætti að fá tækifæri í byrjunarliðinu.
„Það er kominn tími til að setja inn hinn 19 ára gamla Gabriel Martinelli. Hann er góður og ætti ekki að vera sitja á bekknum,“ sagði Keown.