Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í enska boltanum í dag.
Millwall vann í kvöld 2-1 útisigur á Stoke City í ensku B-deildinni. Jón Daði Böðvarsson kom inn undir lok leiks í liði Millwall og spilaði síðustu mínúturnar. Sigurinn lyftir Millwall upp í 9. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 58 stig.
Þá varði Jökull Andrésson, markvörður Exeter City, mark liðsins í 0-0 jafntefli við Mansfield í ensku D-deildinni. Exeter er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 57 stig, þremur stigum frá umspilssæti í deildinni.
Enska B-deildin
Stoke City 1 – 2 Millwall
0-1 Murray Wallace (’36 )
1-1 Jacob Brown (’41 )
1-2 Mason Bennett (’71 )
Enska D-deildin
Exeter 0 – 0 Mansfield