Erling Braut Haaland, framherji Dortmund, hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga en stærstu félög Evrópu eru á höttunum á eftir leikmanninum.
Hann er nú mættur til Manchesterborgar en Dortmund leikur á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Manchester City er á meðal þeirra liða sem vilja fá Haaland til liðs við sig.
Haaland hefur slegið í gegn hjá Dortmund eftir komu síðan þaðan frá Red Bull Salzburg. Framherjinn hefur leikið 49 leiki fyrir Dortmund, skorað 49 mörk og gefið 11 stoðsendingar.
Haaland mætti með liðsfélögum sínum í Dortmund á Lowry hótelið í Manchester með ljósbláa tösku á bakinu. Það hefur vakið athygli netverja en það er litur Manchester City. En það er ábyggilega bara tilviljun.