Aprílgabb forráðamanna rúmenska liðsins CD Industria Galda de Jos, snerist í höndunum á þeim.
Félagið ákvað í samstarfi við Alba Sports, íþróttavefmiðilinn að birta frétt þann 1. apríl síðastliðinn, þess efnis að knattspyrnustjóra liðsins, Stefan Fogrosi, hefði verið sagt upp störfum. Tilgangurinn var að hrekkja knattspyrnustjórann með aprílgabbi.
Þetta aprílgabb fór ekki vel í knattspyrnustjórann sem sagði upp störfum fljótlega eftir að fréttinn hafði verið birt.
Fogrosi hafði aðeins stýrt Industria Galda de Jos í þremur leikjum, þeir höfðu allir tapast.