Ludovic Giuly, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og Barcelona að það sé að mörgu leyti hægt að bera saman Neymar, leikmanns PSG og brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Ronaldinho.
„Þeir hafa allt, en þeir gefa ekki allt til þess að komast á hærra stig á sínum knattspyrnuferli,“ sagði Guily er hann bar saman félagsskiptaferil Neymar og Ronaldinho.
Neymar er orðinn 29 ára og er talinn einn af bestu leikmönnum í heimi. Það hafa hins vegar gert vart um sig raddir að hann hafi ekki náð þeim hátindi á sínum ferli sem ætlast var til af honum þegar að hann var yngri.
Neymar komst enn og aftur í sviðsljósið er hann fékk að líta rauða spjaldið í leik PSG og Lille eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir tæklingu á Tiago Djalo, leikmanni Lille.
Bæði Neymar og Ronaldinho eru þó mikils metnir í heimalandi sínu Brasilíu og hafa báðir spilað með Paris Saint-Germain og Barcelona.