fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Chelsea áfram á toppnum – María og stöllur misstigu sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í ensku ofurdeildinni í dag. Flest úrslit voru eftir bókinni en Brighton kom á óvart gegn Manchester United.

Fyrir leikinn við Brighton hefðu flestir búist við sigri Man Utd, sem er í hörkubaráttu við Arsenal um Evrópusæti. Þess má geta að María Þórisdóttir spilaði allan leikinn fyrir United. Brighton komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 25.mínútu. Þar var að verki Inessa Kaagman. Brighton náði svo að sigla sigrinum óvænt í hús. Dýrmæt stig í súginn fyrir United sem er nú í 4.sæti, á eftir Arsenal á markatölu.

Arsenal vann einmitt mjög svo öruggan sigur á Bristol City í dag, 0-4. Markavélin Vivianne Miedema skoraði tvö mörk, Danielle van de Donk eitt og Beth Mead eitt.

Topplið Chelsea burstaði Birmingham 6-0. Sam Kerr skoraði þrennu, Fran Kirby tvö og Guro Reiten eitt.

Manchester City fylgir fast á hæla Chelsea og vann 0-3 útisigur á Tottenham. Rebecca Spencer, markvörður Spurs, skoraði sjálfsmark snemma leiks sem gaf City forystuna. Janine Beckie og Caroline Weir bættu svo við mörkum fyrir þær ljósbláu.

Everton vann svo Aston Villa 3-1 á heimavelli. Þær fyrrnefndu komust í 3-0 með mörkum frá Lucy Graham, Izzy Christiansen og Simone Magill.

Staðan í deildinni er þannig að Chelsea er á toppnum, tveimur stigum á undan Man City. Arsenal og Man Utd koma þar nokkuð langt á eftir og berjast um síðasta lausa Evrópusætið. Everton, Brighton, Reading og Tottenham sigla nokkuð lignan sjó í 5. – 8.sæti. Botnbaráttan er svo spennandi á milli Birmingham, West Ham, Bristol City og Aston Villa, sem situr á botninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U17 ára landsliðið mætir Kára

U17 ára landsliðið mætir Kára
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond
433Sport
Í gær

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast
433Sport
Í gær

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“
433Sport
Í gær

Virðist staðfesta nýtt samband eftir þessar myndir: Þykir vera stórglæsileg – Fer hún með honum til Spánar?

Virðist staðfesta nýtt samband eftir þessar myndir: Þykir vera stórglæsileg – Fer hún með honum til Spánar?
433Sport
Í gær

Baunar hressilega á barnalegan Amorim: Er að ‘drepa’ dýrmætan leikmann – ,,Af hverju myndirðu segja þetta opinberlega?“

Baunar hressilega á barnalegan Amorim: Er að ‘drepa’ dýrmætan leikmann – ,,Af hverju myndirðu segja þetta opinberlega?“
433Sport
Í gær

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“