PSG fengu Lille í heimsókn í frönsku deildinni í dag og þar unnu Lille 0-1 sigur. Með sigrinum komust Lille á toppinn og eru þremur stigum á undan PSG.
Neymar fékk sitt annað gula spjald á 90. mínútu, og þar með rautt, eftir að hafa lent í útistöðum við Djalo sem sá einnig rautt eftir atvikið.
Rifrildi þeirra hélt áfram í göngunum og þurftu starfsmenn vallarins að slíta Neymar frá Djalo og fylgdu honum til búningsklefa þar sem hann róaði sig niður.
Þess má geta að þetta er þriðja rauða spjald Neymar í síðustu 14 leikjum í Ligue 1.