Arsenal tók á móti Englandsmeisturum Liverpool í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða tvö stórlið á Englandi en gengi liðanna hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur. Leiknum lauk með öruggum 0-3 sigri Liverpool.
Venjulega hefur mikið verið skorað í leikjum þessara liða og var þessi leikur engin undantekning. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill og náði hvorugt liðið að ógna að ráði.
Leikurinn breyttist þegar portúgalinn Diogo Jota kom inn á eftir klukkutíma leik. Jota kom Liverpool yfir í leiknum á 64. mínútu eftir frábæra sendingu frá Trent Alexander Arnold. Þess má geta að þetta var fjórða skallamark Jota úr síðustu þremur leikjum.
Mohamed Salah tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann klobbaði Leno í markinu fjórum mínútum síðar. Diogo Jota var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann gulltryggði sigur Liverpool eftir flott spil.
Sigur Liverpool staðreynd í kvöld eftir nokkuð sannfærandi frammistöðu. Englandsmeistararnir fara þá upp í 5. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea í 4. sætinu
GET IN, REDS!! 🔴
Big performance 💪
— Liverpool FC (@LFC) April 3, 2021