fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Inter færist nær titlinum

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bologna tók á móti Inter í lokaleik umferðarinnar í Seria A á Ítalíu í dag. Þar unnu Inter 0-1 sigur.

Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik. Lukaku þurfti rétt að pota boltanum yfir línuna þegar frákast eftir vörslu Ravaglia barst til hans.

Mikill hiti var í leiknum og fóru átta gul spjöld á loft. Bologna voru meira með boltann í leiknum í dag sem kemur á óvart þar sem Inter situr á toppi deildarinnar og eru með 8 stiga forskot og eiga leik til góða.

Romelu Lukaku varð í kvöld sjöundi leikmaðurinn í fimm stærstu deildum Evrópu til að skora 20 mörk á leiktíðinni.

Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, var í hóp en sat sem fastast á bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Högg fyrir Arsenal og City

Högg fyrir Arsenal og City
433Sport
Í gær

Reykjavíkurmótið: KR fór illa með sterkt lið Vals í úrslitum

Reykjavíkurmótið: KR fór illa með sterkt lið Vals í úrslitum
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: United og Tottenham örugglega áfram – Orri með tvö mörk fyrir Sociedad

Evrópudeildin: United og Tottenham örugglega áfram – Orri með tvö mörk fyrir Sociedad