fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Sparkaði stjörnunni til að gerast fyrirsæta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Drinkwater miðjumaður í eigu Chelsea er maður einsamall þessa dagana eftir að Carlos Tozaki ákvað að gefa honum stígvélið. Drinkwater er nú á láni hjá Kasımpaşa í Tyrklandi.

Tozaki er frá Brasilíu en samband hennar við Drinkwater varði í 18 mánuði, lífið hefur oft verið auðveldara fyrir miðjumanninn.

Drinkwater náði hátindi ferilsins árið 2016 þegar hann varð enskur meistari með Leicester, ári síðar gekk hann í raðir Chelsea en síðan þá hefur ekkert gengið. Lífið hefur leikið hann grátt innan sem utan vallar.

„Þetta var mjög mikil orka sem fór í þetta samband okkar í 18 mánuði,“ sagði Tozaki þegar hún ákvað að tjá sig um sambandið.

Þegar allt lék í lyndi.

Drinkwater hefur verið gripinn við að keyra fullur og önnur vandræði hans utan vallar hafa ratað í fréttir síðustu mánuði,  þá hefur hann flakkað á milli liða en ekki fundið sig.

„Við vorum saman í gegnum merkileg augnablik, ég mun alltaf bera tilfinningar til hans.“

„Þetta var góður tími í mínu lífi en þetta var ekki það sem ég vildi, ég ákvað að setja meiri orku í feril minn sem fyrirsæta.“

Drinkwater hóf feril sinn hjá Manchester United en gekk í raðir Leicester árið 2012 og átti frábær fimm ár þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Virðist staðfesta nýtt samband eftir þessar myndir: Þykir vera stórglæsileg – Fer hún með honum til Spánar?

Virðist staðfesta nýtt samband eftir þessar myndir: Þykir vera stórglæsileg – Fer hún með honum til Spánar?
433Sport
Í gær

Vill fá Silva, Ramos og Pogba

Vill fá Silva, Ramos og Pogba