Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins tók bræðiskast eftir leik Portúgal gegn Serbíu í undankeppni HM.
Löglegt mark var tekið af Ronaldo sem í reiði sinni tók af sér fyrirliðabandið og kastaði því í jörðina.
Nú hafa málin þróast þannig að fyrirliðabandið var boðið upp og allur ágóðinn af uppboðinu rann til Gavrilo Djurdjevic, barns frá Serbíu sem glímir við vöðvarýrnun (e.spinal muscular atrophy).
Það var slökkviliðsmaðurinn Djorde Vukicevic, sem tók upp fyrirliðabandið hans Ronaldo eftir leik Serbíu og Portúgal. Djorde var starfsmaður á leiknum.
Uppboðið á fyrirliðbandinu fór þannig að það söfnuðust um 64.000 evrur, það jafngildir rúmlega 9,5 milljónum íslenskra króna.