Santiago Canizarez, fyrrverandi markvörður liða á borð Real Madrid og Valencia, á einn skrýtnasta aðdraganda að meiðslum sem vitað er um.
Rétt fyrir Heimsmeistaramótið árið 2002 hafði Canizares, stimplað sig inn sem aðalmarkvörð spænska landsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið.
Canizares var á liðshóteli spænska landsliðsins einn daginn fyrir mót þegar að hann missti glerflösku af aftershave vökva á löppina á sér. Flaskan brotnaði og skaddaði sin á fæti Canizares.
Gaizka Mendiata, var hluti af spænska landsliðinu á þessum tíma og í viðtali við TalkSport á dögunum lýsti hann andartakinu örlagaríka, þegar Canizares meiddist.
„Við vorum í sjokki. Heyrðum bara hávaða þegar að við lágum í herbergjunum okkar. Við máttum ekki fara inn í herbergið hjá Canizares því það var allt í glerbrotum. Við fórum að herberginu en læknarnir bönnuðu okkur að koma inn og sögðu okkur að þetta væri slæmt,“ sagði Mendieta í viðtali við TalkSport.