Serbneski dómarinn Srbjan Obradovic, hefur verði dæmdur í 15 mánaða fangelsi og 10 ára bann frá dómgæslu fyrir vítaspyrnu sem hann dæmdi í leik Spartak Subotica og Radnicki Nis í serbensku deildinni árið 2018.
Leikurinn átti að skera úr um hvort liðið myndi vinna sér inn sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar. Srbjan dæmdi tvær vítaspyrnur í leiknum, Spartak Subotica í hag og leiknum lauk með 2-0 sigri liðsins.
Seinni vítaspyrnan var dæmd þegar aðeins 13 mínútu voru eftir af leiknum og hún var gefin án nokkurrrar sjáanlegrar ástæðu.
Srbjan segist hafa verið að dæma hendi á varnarmann Radnicki Nis og var meira að segja studdur í þeirri ákvörðun af aðstoðardómara leiksins. Hins vegar að talið að peningar hafi verið í spilunum og þarna hafi verið að hagræða úrslitum leiksins.
Dæmi hver fyrir sig en hér má sjá upptöku af adraganda seinni vítaspyrnunnar.
¡INSÓLITO! 🎥 | El árbitro Srdjan Obradovic fue arrestado por marcar un penal inexistente en el juego Spartak Subotica ante Radnicki Nis en Serbia.
El Subotica ocupaba ganar para acceder a la Europa League, el central fue acusado de ayudar al equipo local que terminó ganando 2-0 pic.twitter.com/4mTmaYNg3l
— Deportes TVC (@DeportesTVC) May 15, 2018