fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Sonur Ronaldo grátbað ömmu sína um að halda lífi

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir Cristiano Ronaldo, Dolores, sagði nýverið frá því í viðtali að sonur Ronaldo hefði grátbeðið hana um að halda lífi er hún fékk heilablóðfall.

Dolores sem er 66 ára gömul fékk heilablóðfall í heimabæ sínum Madeira síðastliðið vor og var flutt í skyndi á spítala.

„Ég stóð upp til að fara inn á baðherbergi en það leið yfir mig og ég datt. Þegar ég rankaði við mér reyndi ég að komast upp en áttaði mig á því að öll vinstri hliðin mín var lömuð. Þá var hringt fyrir mig á sjúkrabíl.“

„Þetta var virkilega erfið upplifun og ég hélt að þetta væri endirinn. Þegar ég sá barnabarnið mitt, Cristianinho, biðja mig hágrátandi um að deyja ekki þá brast ég sjálf í grát. Mig langar að sjá barnabörn mín vaxa úr grasi og með mikilli trú hófst það,“ sagði Dolores við portúgölsku sjónvarpsstöðina TVI.

Hún þakkar syni sínum, stórstjörnunni Cristiano Ronaldo fyrir hjálpina en hann flaug frá Ítalíu til að styðja hana í gegnum veikindin.

„Það er svo mikilvægt að komast strax á sjúkrahús. Cristiano hringdi strax í lækni og ég fór samstundis í aðgerð. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég.“

Dolores líður vel í dag og er hægt og rólega að ná upp fyrri styrk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Morata að taka áhugavert skref

Morata að taka áhugavert skref
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sigurður ómyrkur í máli um stöðuna í Hafnarfirði – „Það böggar mig bara ógeðslega mikið“

Sigurður ómyrkur í máli um stöðuna í Hafnarfirði – „Það böggar mig bara ógeðslega mikið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho

Amorim útskýrir bekkjarsetu Garnacho
433Sport
Í gær

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Högg fyrir Arsenal og City

Högg fyrir Arsenal og City