Curtis Jones, leikmaður Liverpool og undir 21 árs landsliðs Englands, gat ekki haldið aftur af reiði sinni eftir að enska landsliðið var slegið út úr Evrópumótinu í gærkvöldi.
England vann 2-1 sigur á Króatíu í gærkvöldi en það nægði liðinu ekki til þess að komast áfram upp úr riðlakeppninni. England tapaði tveimur leikjum af þremur og léleg markatala sá til þess að liðið datt úr leik.
Leikurinn var viðburðarríkur hjá Curtis Jones, hann skoraði annað mark Englands í leiknum en var síðan sendur af velli með rautt spjald eftir að flautað var til leiksloka.
Fagnaðarlæti króatíska liðsins fóru í taugarnar á Jones og hann átti í hörðum deilum við Domagoj Bradaric, vinstri-bakvörð, króatíska liðsins. Króatíska liðið hæddist að leikmönnum enska landsliðsins.
Þjálfarteymi þurfti að halda aftur af Jones svo að hann myndi ekki lenda í slagsmálum við leikmenn króatíska liðsins.
Frammistaða enska liðsins á mótinu hefur verið langt undir væntingum og Aidy Boothroyd, þjálfari liðsins, hefur fengið á sig mikla gagnrýni.
Curtis Jones really taking on a nation. My starboy 😍 him & Rhian wanted to scrap it out like Cena & Orton vs the Raw rooster 😂
— 👓 (@ScouseBaller) March 31, 2021