Mino Raiola umboðsmaður Paul Pogba hefur enn á ný ákveðið að hjóla í Sir Alex Ferugson fyrrum stjóra félagsins. Mikið hefur gengið á þeirra á milli í mörg ár.
Ferguson og Raiola elduðu grátt silfur árið 2012 þegar Pogba fór frítt frá Manchester United til Juventus, Ferguson hefur ekki vandað Raiola kveðjuna í gegnum tíðina. United keypti Pogba fjórum árum síðar.
„Ferguson er vanur því að fá fólk inn til sín sem segir, já, herra. Já, herra. Já, herra, Já, herra,“ sagði Raiola.
„Það eina sem ég hef er að segja að þegar Ferguson fór þá komu eigendur United og keyptu Pogba aftur. Það sannaði fyrir mér að ég hafði rétt fyrir mér.“
„Ég vildi ekki fara með Pogba burt frá United en Ferguson hafði ekki trú á Pogba.“
„Þegar Ferguson segist ekki kunna vel við mig, þá er það stærsta hrós sem ég get fengið. Mér er nákvæmlega sama hvað Ferguson segir.“