A landslið karla mætir Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á miðvikudag. Leikurinn fer fram á Rheinpark í Vaduz og verður þetta áttunda viðureign liðanna. Fjórum sinnum hefur Ísland fagnað sigri, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og Liechtenstein hefur unnið einu sinni.
Síðasta viðureignin var vináttuleikur á Laugardalsvelli í aðdraganda EM 2016 þar sem íslenska liðið vann 4-0 sigur.
Búast má við talsverðum breytingum á byrjunarliði Íslands en Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson hafa yfirgefið herbúðir liðsins vegna meiðsla.
Fjórir leikmenn úr U21 árs landsliðinu eru komnir inn í hópinn og má búast við því að Jón Dagur Þorsteinsson verði í byrjunarliði Íslands á morgun.
Líklegt byrjunarlið:
Hannes Þór Halldórsson
Alfons Sampsted
Hólmar Örn Eyjólfsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Aron Einar Gunnarsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Hólmbert Aron Friðjónsson