Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands fær ekki tækifæri á morgun til þess að slá markamet íslenska landsliðsins. Kolbeinn handabraut sig í leiknum gegn Armeníu á sunnudag.
Ragnar Sigurðsson verður heldur ekki með vegna meiðsla og Albert Guðmundsson verður ekki þegar Ísland heimsækir Liechtenstein. „Staðan á hópnum er þannig að Ragnar meiddist í upphitun og Kolbeinn braut á sér hendina. Albert fékk sitt annað gula spjald og er í banni. Þessir þrír verða ekki með,“ sagði Arnar fyrir leikinn á morgun.
Íslenska liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum í riðli sínum, fyrst gegn Þýskalandi og svo gegn Armeníu á sunnudag. „Það eru enn 2-3 spurningarmerki. Leikmenn sem fengu högg eða lentu illa. Þeir eru að jafna sig en gærdagurinn var erfiður andlega og ferðalagið var langt,“ sagði Arnar.
Kári Árnason, Sverrir Ingi Ingason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Jón Daði Böðvarsson og Hannes Þór Halldórsson hafa byrjað báða leikina til þess.
„Það eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað mjög mikið. Við munum halda áfram að velja það lið og þá leikmenn sem við teljum að sé besti kosturinn fyrir hvern og einn leik.“