Sjónvarpsþáttur 433 er á dagskrá Hringbrautar og á vefnum í kvöld klukkan 21:30. Rúnar Kristinsson þjálfari KR mætir og ræðir gang mála í Vesturbænum.
Birgir Jóhannsson framkvæmdarstjóri ÍTF ræðir við okkur um sjónvarpsmál og þá verður Emil Hallfreðsson leikmaður Padova í beinni línu frá Ítalíu.
Emil sem er 36 ára gamall hefur verið í frábæru formi með Padova í þriðju efstu deild á Ítalíu, Padova er í efsta sæti deildarinnar og virðist á leið upp í næst efstu deild.
Horfðu á þáttinn í heild hér að neðan.