fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Tottenham leiðir kapphlaupið um fyrirliða RB Leipzig – Manchester United, Arsenal og Liverpool hafa öll áhuga

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 29. mars 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Sabitzer, fyrirliði þýska liðsins RB Leipzig, vill yfirgefa félagið að loknu yfirstandandi tímabili. Enska félagið Tottenham hefur áhuga á leikmanninum og er talið leiða kapphlaupið um að semja við hann.

Þýska blaðið BILD, greinir frá þessum tíðindum og segir miðjumanninn líða eins og hann sé kominn á endastöð með félaginu og hafi afrekað allt það sem hann geti með því á þessum tímapunkti.

Auk Tottenham er tallið að Manchester United, Arsenal og Liverpool, hafi öll augastað á leikmanninum.

Hinn 27 ára gamli Sabitzer, gekk til liðs við RB Leipzig árið 2014, þá var félagið í næst efstu deild Þýskalands og hefur hann haldið tryggð við félagið síðan þá. RB Leipzig er nú reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum félagsliða.

Sabitzer á að baki 219 leiki fyrir RB Leipzig og hefur skorað 50 mörk. Hann er miðjumaður sem er best lýst sem vinnuhest, hann hefur mikla hlaupagetu og lætur finna fyrir sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond