Enska u-21 árs landslið Englands, hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar á Evrópumótinu sem er nú yfirstandandi.
Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð í keppninni og hefur ekki náð að skora mark til þessa. Það kemur á óvart því liðið er skipað leikmönnum sem spila meðal annars reglulega í ensku úrvalsdeildinni.
Leikmenn á borð við Edward Nketiah og Emile Smith Rowe, leikmenn Arsenal, Tom Davies, leikmaður Everton og Ryan Sessegnon, leikmaður Tottenham sem er nú á láni hjá þýska liðinu Hoffenheim.
Fyrsti leikur Englendinga í keppninni gegn Sviss, tapaðist 1-0 og síðan tapaði liðið 2-0 á móti Portúgal í gær. Englendingar mæta Króatíu í síðustu umferð riðlakeppninnar og verða að vinna þann leik ásamt því að treysta á önnur úrslit til þess að komast í útsláttarkeppnina.
Aidy Boothroyd, þjálfari liðsins, er undir mikilli pressu og hefur fengið mikla gagnrýni heimafyrir vegna frammistöðu liðsins sem er talin vera langt frá því að vera ásættanleg.