fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Síminn ekki stoppað hjá Konate eftir fréttir um áhuga Liverpool

433
Mánudaginn 29. mars 2021 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ibrahima Konate, varnarmaður RB Leipzig í Þýskalandi, segir símann sinn hafa hringt stöðugt eftir að fréttir bárust af því í dag að Englandsmeistarar Liverpool væru búnir að bjóða í kappann.

Konate er nú staddur í Ungverjalandi í riðlakeppni Evrópumóts u-21 árs landsliða. Frakkar eru líklegir til árangurs á mótinu og etja kappi við Íslendinga á miðvikudag þar sem þeir geta tryggt sér sæti í átta liða úrslit mótsins.

Konate virtist ekki hafa áhuga á athyglinni sem fylgdi áhuga Liverpool og sagði við L‘Equipe:

„Ég vaknaði um morguninn og sá að síminn minn hringdi stöðugt. Mig langaði bara að segja við þá, ég spilaði í gær og er þreyttur, látið mig í friði,“ sagði Konate í samtali við franska fjölmiðilinn.

„Ég fylgist ekki með þessu, nú er Evrópumótið í gangi og svo fer ég aftur í félagið mitt. Ég get ekki verið að einbeita mér að öðru.“

Liverpool hafa verið í miklum meiðslavandræðum í vörninni á tímabilinu þar sem Van Dijk, Gomez og Matip glíma allir við langvarandi meiðsli. Það er því ekki skrítið að Liverpool sé að reyna að festa kaup á miðverði. Samningurinn er þó ekki í höfn þar sem Konate er með 40 milljón punda klásúlu og vilja Leipzig ekki selja hann undir því verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford

Fá grænt ljós til að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond