Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Tottenham og núverandi sérfræðingur Sky Sports segir að Tottenham eigi á hættu á að missa Harry Kane, framherja liðsins frá félaginu takist því ekki að ná Meistaradeildarsæti á tímabilinu.
Tottenham er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að 29 umferðir hafa verið leiknar. Liðið er með 48 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Harry Kane verður 28 ára í júlí, hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham og er nú á þeim tímapunkti á sínum knattspyrnuferli að vera fara í gegnum sín bestu ár á ferlinum.
Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, telur að Kane muni vilja yfirgefa Tottenham ef félagið getur ekki staðið undir hans persónulegu markmiðum.
„Ef Tottenham endar í Meistaradeildarsæti, ef Tottenham vinnur enska deildarbikarinn-sem mun reynast mjög erfitt, gæti Kane litið á stöðu sína og sagt ‘ég vil vera áfram hjá félaginu því það hefur allt sem ég þarf.“
„En ef hann finnur það í eina sekúndu að félagið sé ekki metnaðarfullt eða sé ekki að stefna í rétta átt, gæti hann leitað annað ef slíkt tækifæri býðst á öðrum stað. Hann mun ekki vilja líta til baka eftir nokkur ár og hugsa ‘ég vildi óska þess að ég hefði unnið þetta.’ Hann mun vilja spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports við PA.
Kane á að baki 327 leiki fyrir Tottenham, hann hefur skorað 215 mörk fyrir félagið og gefið 46 stoðsendingar. Eitt vantar þó á hans ferilskrá, það eru titlar, einhvað sem allir leikmenn vilja.