Nýjar vendingar hafa átt sér stað í máli Viðars Arnars Kjartanssonar, Hafliði Breiðfjörð eigandi Fótbolta.net fékk að skoða tölvupósta KSÍ vegna málsins.
Í þeim kemur fram að norska félagið Valerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni að fara í verkefni landsliðsins.
Arnar Þór landsliðsþjálfari sagði frá þessu í morgun en Viðar, fjölskylda hans og starfsmaður Valerenga höfnuðu þessu og sögðu að Viðar hefði vel mátt mæta í núverandi landsleiki.
„Í tölvupóstinum stendur að með vísan með vísan í tímabundnur reglur FIFA hvað varðar að sleppa leikmönnum í landsleiki er sem stendur ekki mögulegt að leyfa Viðari Erni Kjartassyni að fara þar sem það myndi þýða sjö daga sóttkví þegar hann snýr aftur til Noregs,“ segir í frétt Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net um stöðu mála.
Mikil umræða hefur átt sér stað um Viðar Örn eftir að Arnar Þór valdi hann ekki í sinn fyrsta landsliðshóp. Umræðan var svo meiri og háværari í gær eftir slæmt tap Ísland gegn Armeníu í undankeppni HM