Ansi heitar umræður hafa skapast eftir að Arnar Þór Viðarsson lét þau ummæli falla að Viðar Örn Kjartansson hafi ekki mætt mæta í verkefni íslenska landsliðsins sem nú er í gangi. Segja má að íslenska þjóðin hafi haft ansi sterkar skoðanir á öllu er við kemur landsliðinu eftir slæmt tap í Armeníu í gær.
Eftir leikinn í gær setti Guðjón Þórðarson fram samsæriskenningu um fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar sem virðst vera úr lausu lofti gripin.
Síðan steig Arnar Þór fram og sagði að norska félagið Valerengea hafði meinað Viðari Erni að vera í landsliðsinu, ástæðan líklega sú að í Noregi þarf leikmaður að fara í sóttkví við heimkomu.
Fjölskylda Viðars steig strax fram og sagði þetta ósatt. Mikil umræða hefur átt sér stað um Viðar Örn eftir að Arnar Þór valdi hann ekki í sinn fyrsta landsliðshóp. Umræðan var svo meiri og háværari í gær eftir slæmt tap Ísland gegn Armeníu í undankeppni HM. Starfsmaður Valerengea segir svo að það sé ekki rétt að Viðari hafi verið bannað að fara í landsleikina. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen Ingibrigtse yfirmaður íþróttamála hjá félaginu við við Fótbolta.net í dag.
Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 segir að Arnar hafi verið að ljúga til um fjarveru Viðars. „Viðar Örn Kjartansson verður í sérstöku viðtali við mig í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Arnar Þór Viðarsson laug blákalt þegar hann var sagði að Valerenga hafi neitað Viðari Erni að ferðast með landsliðinu,“ skrifar Rikki á Twitter.
Viðar Örn Kjartansson verður í sérstöku viðtali við mig í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Arnar Þór Viðarsson laug blákalt þegar hann var sagði að Valerenga hafi neitað Viðari Erni að ferðast með landsliðinu.
— Rikki G (@RikkiGje) March 29, 2021
Ræddi við Viðar áðan sem segir ekkert til í því að Valerenga hafi bannað KSÍ að velja sig. Þessi ummæli Adda eru galin. Virkaði þvílíkt undirbúið svar en heldur engu vatni.
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 29, 2021
Landsliðsþjálfarinn á í VÖK að verjast.
— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 29, 2021
Það er ævintýralegt að fylgjast með umræðunni um Viðar Örn Kjartansson í dag. Þetta er ekki góð byrjun hjá landsliðsþjálfara.
— Stefán Árnason (@StefanArnason) March 29, 2021
Er einhver þarna úti í kosmóinu sem getur sagt mér hvað bekkjarformaðurinn hjá OB Sveinn Aron, hefur knattspyrnulega séð fram yfir Viðar Örn og Elías Már, annað en að vera sonur Eiðs Smára aðstoðarlandsliðsþjálfara? #fotboltinet #KSI
— Guðmundur I. Guðmundsson (@Gudmundur77) March 29, 2021
Tactical off-field master class hjá Arnari Viðars. Shiftar öllum hitanum af frammistöðu leikmanna yfir á sjálfan sig. Stórsigur líklega incoming til að starta þessari undankeppni fyrir alvöru á erfiðum útivelli í næsta leik. pic.twitter.com/f8EMV0KZh4
— Jói Skúli (@joiskuli10) March 29, 2021
Sorry en mér finnst alveg magnað að fólk og fjölmiðlar lepji upp eitthvað sem Guðjón Þórðarson segir varðandi landsliðið okkar og leikmenn og úr verða fréttir eða slúður. Alveg magnað …
— Heiðar Austmann (@haustmann) March 29, 2021
Það er sorglegt að hlusta á fyrrv þjálfara gaspra um hluti sem hann virðist lítið vita um.
Maður myndi ætla að einn reyndasti þjálfari landsins gæti séð að fjarvera GS, AF og lítið leikform Jóa hefur gríðarleg áhrif á sóknar-og varnarleik landsliðsins. https://t.co/kR3TfQe9mN— Jón Páll Pálmason (@jonpall_) March 29, 2021
Addi Vidd fyrsti maðurinn til að grafa ormagöng pic.twitter.com/fVRSZhWWuV
— Andrés Már Jónasson (@AndresMar90) March 29, 2021
Landsliðsþjálfarinn að ljúga í opið geðið á landsmönnum. Verð að óska eftir vott af standard frá Arnari Þór og KSÍ. VÖK ætti augljóslega að vera allavega í hópnum og þetta er orðið ansi neyðarlegt.
— Egill Sigfússon (@EgillSi) March 29, 2021