fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Jóhann Berg eftir tapið gegn Armeníu: „Þetta var ekki nógu gott“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 18:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, sneri aftur í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 2-0 tapi gegn Armeníu í kvöld.

Jóhann telur að íslenska liðið hafi ekki átt skilið að sigra leikinn.

„Þú átt ekki að vinna neinn leik nema að þú eigir það skilið. Í fyrri hálfleik áttu þeir einhver skot fyrir utan teig, við vorum ágætlega mikið með boltann en vorum ekki að skapa okkur neitt.“ 

„Svo kemur þetta mark sem við komum vanalega í veg fyrir og frekar lélegt mark sem gefur þeim náttúrulega mikið sjálfstraust. Við fáum mjög gott færi til að jafna en leikurinn fer auðvitað 2-0 og þá er þetta ekki gott fyrir okkur, við vitum það alveg,“ sagði Jóhann Berg í samtali við RÚV.

Jóhann Berg vildi ekki segja til um hvort það þyrfti að bregðast við tapinu með róttækum hætti, breytingum.

„Það er undir þjálfurunum komið. Auðvitað er þetta ekki gott tap í kvöld. Við þykjumst vera lið sem á að vinna Armeníu á útivelli en það gerðist ekki í kvöld. Þetta var ekki nógu gott en það munar oft mjög litlu á milli í fótbolta og þetta datt með þeim í kvöld, við vitum að við getum gert miklu betur,“ sagði Jóhann Berg, leikmaður íslenska landsliðsins í samtali við RÚV.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal

United staðfestir komu ungstirnisins frá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Morata að taka áhugavert skref

Morata að taka áhugavert skref
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður ómyrkur í máli um stöðuna í Hafnarfirði – „Það böggar mig bara ógeðslega mikið“

Sigurður ómyrkur í máli um stöðuna í Hafnarfirði – „Það böggar mig bara ógeðslega mikið“
433Sport
Í gær

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Í gær

Högg fyrir Arsenal og City

Högg fyrir Arsenal og City