Luka Modric, leikmaður Real Madrid og króatíska landsliðsins, varð á dögunum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu króatíska landsliðsins.
Í tilefni þess var sýnt myndband með því helsta frá ferli hans með króatíska landsliðinu þar sem landsliðshópurinn var samankominn í mat í yfirstandandi landsliðsverkefni.
Eftir að myndbandið hafði verið sýnt, klöppuðu liðsfélagar Modric, hjá króatíska landsliðinu, honum lof í lófa sem þróaðist síðan yfir í standandi lófatak.
Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Modric eins og sjá má í myndbandi hér fyrir neðan.
You’re going to love this video: freshly crowned as Croatian most capped player, @lukamodric10 shows his deepest emotions, with his teammates giving him standing ovation after watching the highlight reel of Luka’s amazing international career. Pure passion. #Family pic.twitter.com/YVLt1mxNsb
— HNS (@HNS_CFF) March 27, 2021