Armenía tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Armena en leikið var í Armeníu.
Um gríðarlega mikilvægan leik var að ræða fyrir íslenska landsliðið sem byrjaði undankeppnina á 3-0 tapi gegn Þýskalandi.
Ísland án stiga eftir tvo leiki en liðið mætir Liechtenstein á miðvikudag.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson – 4
Skotið hjá hjá Tigran Barseghyan var laust og spurning hvort Hannes hefði getað komið í veg fyrir það. Í seinna markinu
Birkir Már Sævarsson 4
Barkar illa frá manni sínum í öðru marki Armeníu
Sverrir Ingi Ingason 5
Lítið við Sverri að sakast í leiknum.
Kári Árnason 5
Kom inn í liðið á síðustu stundu og komst ágætlega frá sínu.
Ari Freyr Skúlason – 4
Lokaði illa á skotið í marki Armeníu
Aron Einar Gunnarsson – 4
Leiðtogi liðsins rann illa í seinna marki Armeníu
Jóhann Berg Guðmundsson 5
Sýndi lipra taka í fyrri hálfleik en það fór heldur að draga af honum þegar líða tók á leik.
Birkir Bjarnason 4
Í engum takt hvorki varnar né sóknarlega.
Arnór Sigurðsson (´56) 4
Týndur allan leikinn og komst ekkert áleiðis.
Albert Guðmundsson – 4
Var lítið í takt í leiknum, dýfan í seinni hálfleik var skammarleg.
Jón Daði Böðvarsson – 5
Frískur og kom sér í færi en vantar að klára færin sín betur
Varamenn:
Kolbeinn Sigþórsson (´56) 5
Ágætis innkoma frá Kolbeini sem kom sér í sénsa.