Cristiano Ronaldo og unnusta hans Georgina Rodriguez hafa fengið sér nýjan hund, óhætt er að segja að hundurinn hafi vakið misjöfn viðbrögð.
Um er að ræða tegundina Chinese Crested sem er hárlítill hundur. Georgina birtir myndir af hundinum á Instagram í gær.
„Þið eruð svo flott par en af hverju fáið þið ykkur svona ljótan hund?,“ skrifar einn við myndina á Instagram.
„Ofmetinn hundur,“ skrifar annar en sumum finnst hundurinn flottur. Dæmi hver fyrir sig.