Marcus Rashford fór snemma heim til Manchester úr landsliðsverkefni sínu með Englandi vegna meiðsla.
Hann hafði verið að glíma við meiðsli fyrir landsleikjahléið, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins hafði vonast til þess að Rashford gæti spilað gegn Albaníu og Póllandi í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið.
Hinn 23 ára gamli Rashford meiddist í leik Manchester United gegn Milan í evrópudeildinni, og í kjölfarið missti hann af tapi liðsins gegn Leicester og sigri Englands á San Marínó.
Rashford er ekki eini ungi maðurinn sem Enska liðið mun sakna, en Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, er einnig meiddur.