Þónokkrir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrna fóru fram í dag. Noregur mætti Tyrklandi í G-riðli. Í liði Norðmanna voru ungir og efnilegir leikmenn sem hafa verið mikið í deiglunni undanfarið, þeir Erling Haaland og Martin Ødegaard. Það breytti þó litlu en Norðmenn lentu 0-3 undir. Í stað þess að klóra í bakkan missti lið Noregs mann af velli í seinni hálfleik, en Kristian Thorsvedt fékk beint rautt spjald eftir að hafa komið inná fyrir rúmum 12 mínútum.
Í sama riðli mættust Holland og Lettland, en þar sigraði fyrrnefnda liðið 2-0. Og þá sigraði Svarfjallaland Gíbraltar 4-1.
Í H-riðli sigruðu Króatar lið Kýpur 1-0 og Rússland sigraði Slóveníu 2-1. Í E-riðli sigraði Hvíta Rússland Eisland 4-2.
Einnig fóru nokkrir vináttulandsleikir fram í dag. Síle lagði Bólevíu 2-1. Bosnía-Hersegóvína og Kosta Ríka gerðu markalaust jafntefli. Einnig sigraði Katar lið Azerbaijan 2-1.