Borussia Dortmund er tilbúið að selja Erling Haaland í sumar en félagið vill hámarka virði hans áður en klásúla í samningi hans tekur gildi árið 2022.
Haaland hefur verið í mögnuðu formi í rúmt ár hjá Dortmund og virðist ekkert geta stoppað framherjann frá Noregi.
Haaland er sagður hafa látið Mino Raiola, umboðsmann sinn vita að hann fari frá Dortmund ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Dortmund er fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti þegar átta leikir eru eftir.
Dortmund er sagt vera búið að setja verðmiða á Haaland, félagið vill 154 milljónir punda fyrir þennan tvítuga leikmann.
Dortmund gerir upp í evrum og er verðmiðinn þar 180 milljónir punda. Sumarið 2022 þarf félagið að selja hann fyrir 65 milljónir punda.
Real Madrid, Manchester United, Manchester City og fjöldi annara liða hafa verið orðuð við Haaland síðustu vikur.