fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Umboðsmaður Ragga Sig segir fréttir um að hann hafi rift ekki réttar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fredrik Risp umboðsmaður Ragnars Sigurðssonar segir að fréttir um að hann hafi rift samningi sínum við Rukh Lviv í Úkraínu séu ekki réttar.

Í hlaðvarpsþættinum The Mike Show var sagt frá því að Ragnar hefði rift samningi sínum í Úkraínu, Ragnar samdi við liðið fyrr á þessu ári og hefur spilað einn leik. Liðið er í fallbaráttu í Úkraínu.

„Mér skilst að það sé búið að rifta samningnum í Úkraínu, að hann hafi viljað hætta eða hvað það var,“ sagði Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþætti sínum í dag.

Fredrik Risp sem séð hefur um mál Ragnars síðustu ár segir þetta ekki rétt. „Hann hefur ekki rift neinum samningi. Hvar heyrðir þú þetta?,“ sagði Fredrik Risp umboðsmaður Ragnars. Þegar blaðamaður tjáði honum að þetta hefði komið fram í íslenskum hlaðvarpsþætti, ítrekaði hann fyrra svar.

„Ragnar hefur ekki rift neinum samningi,“ sagði Risp um málið en Ragnar var ónotaður varamaður í leiknum gegn Þýskalandi í gær, allar líkur eru á að hann byrji gegn Armeníu á sunnudag.

Risp á og rekur Rispect Sports Agency en samkvæmt heimasíðu félagsins eru Kári Árnason, Guðmundur Þórarinsson og Arnór Smárason leikmaður Vals einnig á hans snærum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Henderson verður áfram í Hollandi

Henderson verður áfram í Hollandi
433Sport
Í gær

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“