„Birkir Bjarnason, takk kærlega fyrir þína frábæru þjónustu. Er Hafliðason alltaf að sparka í Birki? Eru þið ósammála?,“ sagði Hjörvar Hafliðason, Dr. Football eftir landsleik Þýskalands og Íslands í gær. Ísland fékk 3-0 skell í Þýskalandi.
Íslenska liðið fékk tvö mörk á sig á fyrstu sjö mínútum leiksins og eftir það var róðurinn erfiður. Umræðan um Birki í þættinum í gær hefur vakið athygli.
Birkir hefur verið frábær þjónn fyrir íslenska landsliðið en leikurinn í gær var hans 93 landsleikur. Birkir hefur bæði leikið sem kantmaður og miðjumaður.
Einkunnir 433 úr leiknum – Birkir maður leiksins
„Ein af hetjum landsliðsins í áratug, sem kantmaður gerði hann það frábærlega þegar hann var upp á sitt besta. Hans kostir sem leikmaður er að spila djúpur á miðju, en ekki að vera rennilás upp á kantinn. Hann er byrjaður að missa hraða,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.
Birkir lék á vinstri kantinum til að byrja með í leiknum en Arnór Ingvi Traustason byrjaði sem hægri kantmaður. „Sástu Arnór Ingva í leiknum?,“ sagði Hjörvar Hafliðason um frammistöðu Arnórs.
Arnór komst lítið í boltann í leiknum. „Ég man eftir honum í þjóðsöngnum,“ sagði Kristján Óli.