fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Gríðarlegur áhugi á réttinum sem er á leið í útboð

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 12:00

©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur áhugi er á sjónvarpsréttinum varðandi tvær efstu deildir knattspyrnu karla og kvenna, ásamt Bikarkeppni KSÍ karla og kvenn í knattspyrnu en rétturinn verður boðinn út á næstu vikum.

Sýn hefur átt réttinn síðustu ár og mun taka þátt í útboðinu ef marka má fréttatilkynningu um málið. Búast má við að Viaplay sem ætlar sér stóra hluti á íslenskum markaði taki þátt. Streymisveitan hefur verið að sækja í sig veðrið.

Ekki er útilokað að Síminn sem er með enska boltann muni reyna að klófesta íslenska boltann.

Fréttatilkynning:
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF) sendu í vikunni frá sér beiðni um tillögur (Request for Proposals) vegna úthlutunar sjónvarps- og útsendingaréttinda fyrir næstu fjögur ár (2022-2025) varðandi tvær efstu deildir knattspyrnu karla og kvenna, ásamt Bikarkeppni KSÍ karla og kvenna, Meistarakeppni KSÍ og deildarbikar karla og kvenna. Gögnin eru á ensku, en falla engu að síður undir íslensk lög. Núverandi rétthafi er Sýn. Fjölmargir innlendir og erlendir aðilar hafa óskað eftir gögnum þar að lútandi. Leitað verður síðar eftir tilboðum í svokallaðan veðmálarétt og útsendingarétt utan Íslands.

Um er ræða tímamótaverkefni þar sem aldrei fyrr frá fyrsta formlega Íslandsmótinu árið 1912 (karlar) og 1972 (konur) hefur þessi leið verið farin og í fyrsta sinn sem ÍTF sér um úthlutunina varðandi keppni efstu tveggja deilda Íslandsmótsins. Sömu sögu er að segja varðandi útsendingar frá Bikarkeppni KSÍ sem hófst 1960 hjá körlum og 1981 hjá konum. KSÍ og ÍTF ákváðu snemma í ferlinu að gera þetta sameiginlega og hafa átt í nánu og ánægjulegu samstarfi.

Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum varðandi úthlutun og nýtingu sjónvarpsréttinda og framleiðslu sjónvarpsmerkis þar sem stafræn tækni er alls ráðandi. KSÍ og ÍTF hafa lýst yfir áhuga á að nýta enn betur þessa tækni og óska eftir hugmyndum og tillögum frá áhugasömum fyrirtækjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Henderson verður áfram í Hollandi

Henderson verður áfram í Hollandi
433Sport
Í gær

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“