fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Fjöldinn allur byrjaður að narta í metið hans Rúnars – Hannes í sögubækurnar í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson mun að öllum líkindum missa metið sitt sem leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands, það gæti gerst á næstu mánuðum. Rúnar lék 104 landsleiki fyrir Íslands en nú narta ansi margir í það met.

Ragnar Sigurðsson hefur spilað 97 landsleiki en hann tók ekki þátt í leiknum gegn Þýskalandi í gær. Ætla má að Ragnar spili næsta leik gegn Armeníu og komist nær meti Rúnars.

Birkir Már Sævarsson tók ekki þátt í leiknum í gær vegna leikbanns, hann hefur spilað 95 landsleiki. Birkir Bjarnason er með 93 leiki en hann lék gegn Þýskalandi í gær.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands er með 92 landsleiki og er líklegur til þess að ná meti Rúnars. Kári Árnason er með 88 leiki.

Hannes Þór Halldórsson fór í sögubækurnar í gær þegar hann lék sinn 75 landsleik, enginn markvörður hefur spilað fleiri landsleiki fyrir Ísland. Áður átti Birkir Kristinsson metið og lék 74 leiki fyrir Ísland.

Leikjahæstir frá upphafi
1. Rúnar Kristinsson 104 leikir
2, Ragnar Sigurðsson 97 leikir

Getty Images

3. Birkir Már Sævarsson 95 leikir
4. Birkir Bjarnason 93 leikir

Getty Images

5. Aron Einar Gunnarsson 92 leikir
6. Hermann Hreiðarsson 89 leikir
7-8. Eiður Smári Guðjohnsen 88 leikir
7-8. Kári Árnason 88 leikir
9. Guðni Bergsson 80 leikir
10-11. Gylfi Þór Sigurðsson 78 leikir
10-11. Ari Freyr Skúlason 78 leikir
12. Jóhann Berg Guðmundsson 77 leikir
13. Hannes Þór Halldórsson 75 leikir

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Henderson verður áfram í Hollandi

Henderson verður áfram í Hollandi
433Sport
Í gær

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“

Van der Sar sendir skilaboð til Amorim: ,,Mun bæta sig á næstu fimm eða sex árum“