Alfreð Finnbogason snéri aftur í leik með Augsburg í dag en framherjinn knái hefur lengi verið fjarverandi vegna meiðsla.
Alfreð hefur verið í stífri endurhæfingu en hann lék síðast átta mínútur þann 23 janúar, síðan þá hefur hann glímt við meiðsli í kálfa.
Þessi markheppni framherji hefur átt erfitt tímabil, hann hefur spilað einn 90 mínútna leik og ekki enn náð að skora í deildinni. Meiðsli hafa hrjáð hann.
Alfreð hefur verið í stífri endurhæfingu og spilaði 17 mínútur með Augsburg í æfingaleik gegn FC Heidenheim.
Alfreð er 32 ára gamall og hefur verið í herbúðum Augsburg frá 2016 en hann á rúmt ár eftir af samningi sínum.
73′ Zwei besondere Wechsel beim #FCA: Alfred #Finnbogason und Jan #Morávek sind erstmals nach ihren Verletzungen wieder im Einsatz! 🥳 Draußen sind dafür nun #Hahn und Laci. 📺 https://t.co/XprlUKuY48 #FCAFCH pic.twitter.com/Fq5Zu9UoVA
— FC Augsburg (@FCAugsburg) March 26, 2021