fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Svekktur Aron Einar – „Það tók vindinn úr okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 21:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst við vinna okkur aðeins betur inn í leikinn, seinni hálfleikur var aðeins betri. Þeir eru góðir að halda boltanum, erfitt að fá tvö mörk á sig í byrjun,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld við RÚV.

Íslenska liðið tapaði 3-0 á útivelli en þýska liðið komst í 2-0 forystu eftir sjö mínútna leik. Aron segir að það hafi verið kjaftshögg.

„Það tók vindinn úr okkur, svekkjandi að ná ekki að klukka þá betur. Eitthvað það best spilandi lið sem ég hef spilað á móti í góðan tíma,“ sagði Aron Einar.

Aron segir að mistök hafi átt sér stað í fyrstu tveimur mörkunum sem Ísland fékk á sig í þessum fyrsta leik í undankeppni HM.

„Klúður hjá okkur, aðeins of varnarsinnaðir. Töpuðum boltanum á hættulegum stað í seinna markinu og okkur er refsað, þá er þetta erfitt gegn liði sem finnst gott að halda boltanum. Mér fannst við mæta þeim meira af krafti í seinni hálfleik, auðveldara að spila pressulaust en mér fannst við gera það betur.“

„Í fyrra markinu erum við ekki búnir að snerta boltann, boltinn dettur alveg fyrir hann og hann klárar færið vel. Það sló okkur aðeins út af laginu, við getum gert miklu betur en við gerðum í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Elmar Atli játar að hafa brotið reglur um veðmál og bíður eftir dómi frá KSÍ

Elmar Atli játar að hafa brotið reglur um veðmál og bíður eftir dómi frá KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neymar ýtir undir stærstu samsæriskenningu fótboltans – Níunda skiptið á síðustu tíu árum

Neymar ýtir undir stærstu samsæriskenningu fótboltans – Níunda skiptið á síðustu tíu árum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

City opnar samtalið við umboðsmanninn en Real og Bayern bíða á kantinum

City opnar samtalið við umboðsmanninn en Real og Bayern bíða á kantinum
433Sport
Í gær

Erfiður föstudagur hjá Rikka G – „Ég fékk tvenn skilaboð og kvíðakast“

Erfiður föstudagur hjá Rikka G – „Ég fékk tvenn skilaboð og kvíðakast“
433Sport
Í gær

Segir á hreinu að þetta sé lélegasti leikmaður í sögu United

Segir á hreinu að þetta sé lélegasti leikmaður í sögu United