fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Evrópumót u-21: Íslenska liðið átti engin svör gegn rússneska birninum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 18:52

Mynd frá leik íslenska liðsins í undankeppni mótsins í fyrra/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið hóf leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í kvöld gegn Rússlandi. Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í leiknum sem endaði með 4-1 sigri Rússlands.

Jafnræði var með liðinum framan af en á 30. mínútu braut Róbert Orri, á leikmanni Rússlands innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.

Fedor Chalov tók spyrnuna fyrir Rússa og sendi Patrik í marki Íslands í rangt horn. Staðan því orðin 1-0 fyrir Rússland.

Rússar settu í annan gír eftir þetta mark og íslenska liðið átti engin svör. Á 42. mínútu bætti Nayair TIknizyan, við öðru marki Rússlands í leiknum eftir frábært spil rússneska liðsins.

Þremur mínútum síðar kom þriðja mark Rússa, rétt áður en dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Markið skoraði Arsen Zakharyan en íslenska vörnin leit ekki vel út í aðdraganda marksins.

Denis Makarov bætti síðan við fjórða marki Rússlands á 53. mínútu og brekkan orðin ansi brött fyrir íslenska liðið.

Þeim tókst þó að minnka muninn. Á 59. mínútu átti Willum Þór Willumsson, snyrtilega sendingu inn fyrir vörn Rússlands, sendingin rataði á kollinn á Sveini Aron Guðjohnsen sem skallaði boltann í netið.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og íslenska liðið byrjar Evrópumótið á tapi. Næsti leikur liðsins er gegn Dönum á sunnudaginn næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Flamengo vill fá leikmann Arsenal

Flamengo vill fá leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cunha framlengir við Wolves

Cunha framlengir við Wolves
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Í gær

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Í gær

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum