fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Davíð hrósaði strákunum þrátt fyrir erfitt tap í kvöld – „Við verðum bara að halda áfram“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 19:45

Davíð Snorri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davið Snorri, landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðsins var að vonum svekktur á blaðamannafundi eftir 4-1 tap íslenska liðsins gegn Rússlandi í kvöld

„Mjög svekkjandi úrslit og erfiður leikur þá sérstaklega þessi kafli sem við lendum í eltingarleik. Við komum þó aðeins betur stemmdir inn í seinni hálfleik,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leik.

Hann hrósar strákunum í íslenska liðinu fyrir að hafa aldrei gefist upp í erfiðum aðstæðum.

„Við skorum gott mark í stöðunni 4-0, það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og hrós á strákana fyrir að stíga upp úr erfiðum kafla,“sagði Davíð Snorri.

Hann segir að það þýði ekkert að dvelja lengi við þessi úrslit, það sé nóg eftir af mótinu.

„Ég held að allir vilji stíga upp eftir þetta, auðvitað erum við svekktir í kvöld, eðlilega. Það er mikið sem fer í gegnum hausinn á mönnum þessa stundina.“

„Við þurfum bara að klára þennan leik í fyrramálið og halda áfram. Við höfum tvo daga til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Dönum, við verðum bara að halda áfram,“ sagði Davíð Snorri, landsliðsþjálfari

Hann segir ekkert athugavert hafa verið við undirbúning íslenska liðsins sem gaf til kynna að illa myndi fara í kvöld.

„Við vorum vel fókuseraðir og vorum búnir að gera allt sem við gátum til að undirbúa okkur, bæði leikmenn og þjálfarar. Við vorum vel stemmdir þegar að við mættum hingað í dag, við bara lentum í vondum kafla, það gerist,“ sagði Davíð Snorri.

Næsti leikur íslenska liðsins er á sunnudaginn gegn Dönum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umboðsmaðurinn geðþekki reynir að koma stjörnunni burt – Meðal annars orðaður við enska boltann

Umboðsmaðurinn geðþekki reynir að koma stjörnunni burt – Meðal annars orðaður við enska boltann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Troels skrifar um Orra Stein í athyglisverðri grein – Gagnrýnir það hvernig Danirnir brugðust við

Troels skrifar um Orra Stein í athyglisverðri grein – Gagnrýnir það hvernig Danirnir brugðust við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samúel Kári opnar sig um atvikið í gær – Hringdi tvö símtöl í Vesturbæinn

Samúel Kári opnar sig um atvikið í gær – Hringdi tvö símtöl í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ boðar til fundar – Spenna fyrir vali Arnars

KSÍ boðar til fundar – Spenna fyrir vali Arnars
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Palmer var veikur og æfði ekkert – Bað um að fá að spila

Palmer var veikur og æfði ekkert – Bað um að fá að spila
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“

Þetta er hið „viðbjóðslega“ atvik í Garðabænum sem fólk er brjálað yfir – „Vandræðalegt og aumkunarvert“
433Sport
Í gær

Sjáðu frábær tilþrif Raya sem bjargaði Arsenal á lokasekúndunum

Sjáðu frábær tilþrif Raya sem bjargaði Arsenal á lokasekúndunum
433Sport
Í gær

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála

Mitrovic fluttur á sjúkrahús vegna hjartavandamála