Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari Íslands. Liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM klukkan 19:45.
Alfons Sampsted byrjar í hægri bakverðinum en Birkir Már Sævarsson er í leikbanni. Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason eru í hjarta varnarinnar.
Aron Einar Gunnarsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru á miðjunni, Jón Daði Böðvarsson leiðir framlínuna.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Alfons Sampsted
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Arnór Ingvi Traustason
Aron Einar Gunnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Birkir Bjarnason
Jón Daði Böðvarsson