Birkir Már Sævarsson er í leikbanni í kvöld þegar Ísland heimsækir Þýskaland í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Forráðamenn KSÍ fengu veður af þessu í gær, þetta herma heimildir 433.is.
Þjálfarateymi liðsins hafði þannig undirbúið sig þannig að allar líkur voru á því að Birkir Már myndi byrja leikinn í kvöld.
Birkir Már var rekinn af velli í síðasta landsleik Íslands undir stjórn Erik Hamren, liðið tapaði þá gegn Englandi á Wembley í nóvember. Tekur hann út leikbann sitt í Þýskalandi í kvöld, þrátt fyrir að rauða spjaldið hafi verið í Þjóðadeildinni.
Þjálfarar Íslands, fjölmiðlar og aðrir höfðu ekki áttað sig á þessu. Hafa þannig flestir stillt Birki Má upp í líklegu byrjunarliði Íslands.
Birkir þarf hins vegar að vera í stúkunni í Þýskalandi í kvöld og mun Alfons Sampsted að öllum líkindum vera í stöðu hægri bakvarðar.