Undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Katar árið 2022 hófst í dag með mörgum leikjum. Hér verður farið yfir helstu úrslit en neðar í fréttinni má finna öll úrslit kvöldsins ásamt markaskorurum.
Portúgal með Cristiano Ronaldo í fararbroddi, hóf undankeppnina á 1-0 heimasigri gegn Azerbaijan, heldur torsóttur sigur fyrir heimamenn en þrjú stig komin í hús hjá Portúgal. Eina mark leiksins var sjálfsmark en það var Maksim Medvedev, leikmaður Azerbaijan, sem varð fyrir því óláni að skora það.
Í sama riðli vann Serbía 3-2 sigur á Írlandi en Aleksandar Mitorvic gerði tvö af þremur mörkum Serba í leiknum.
Í D riðli gerðu Frakkland og Úkraína 1-1 jafntefli á Stade de France í Parísarborg. Antoine Griezmann kom Frakklandi yfir á 19. mínútu en sjálfsmark Presnel Kimpembe, varnarmanns Frakklands, sá til þess að Úkraína tryggði sér gott útivallarstig.
Í E-riðli vann Belgía góðan sigur á Wales, þeir velsku komust yfir í leiknum með marki frá Harry Wilson á 11. mínútu en mörk frá Kevin De Bruyne, Thorgan Hazard og Romelu Lukaku tryggði Belgíu 3-1 sigur.
Í sama riðli tóku Eistar á móti Tékkum. Átta mörk voru skoruð í leiknum sem endaði með 6-2 sigri Tékklands. Tomas Soucek, leikmaður West Ham, var í banastuði í leiknum og skoraði þrennu.
Fyrr í dag vann Tyrkland sterkan 4-2 sigur á Hollandi í G-riðli og í sama riðli unnu fyrrum lærisveinar Lars Lagerback í Noregi, 3-0 sigur á Gíbraltar.
Öll úrslit kvöldsins og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.
A-riðill
Portúgal 1 – 0 Azerbaijan
1-0 Maksim Medvedev (’36, sjálfsmark)
Serbía 3 – 2 Írland
0-1 Alan Browne (’18)
1-1 Dusan Vlahovic (’40)
2-1 Aleksandar Mitrovic (’69)
3-1 Aleksandar Mitrovic (’75)
3-2 James Collins (’86)
D-riðill
Finnland 2 – 2 Bosnía og Herzegovina
0-1 Miralem Pjanic (’55)
1-1 Teemu Pukki (’58)
2-1 Teemu Pukki (’77)
2-2 Miroslav Stevanovic (’84)
Frakkland 1 – 1 Úkraína
1-0 Antoine Griezmann (’19)
1-1 Presnel Kimpembe (’57)
E-riðill
Belgía 3 – 1 Wales
0-1 Harry Wilson (’11)
1-1 Kevin De Bruyne (’22)
2-1 Thorgan Hazard (’28)
3-1 Romelu Lukaku (’73)
Eistland 2 – 6 Tékkland
1-0 Rauno Sappinen (’12)
1-1 Patrik Schick (’18)
1-2 Antonin Barak (’27)
1-3 Tomas Soucek (’32)
1-4 Tomas Soucek (’43)
1-5 Tomas Soucek (’48)
1-6 Jakub Jankto (’56)
2-6 Hanri Anier (’86)
G-riðill
Tyrkland 4 – 2 Holland
1-0 Burak Yilmaz (’15)
2-0 Burak Yilmaz (’34, víti)
3-0 Hakan Calhanoglu (’46)
3-1 Davy Klaasen (’75)
3-2 Luuk De Jong (’77)
4-2 Burak Yilmaz (’81)
Gíbraltar 0 – 3 Noregur
0-1 Alexander Sörloth (’43)
0-2 Kristian Thorstvedt (’45)
0-3 Jonas Svensson (’57)
Lettland 1 -2 Svartfjallaland
1-0 Janis Ikaunieks (’40)
1-1 Stevan Jovetic (’41)
1-2 Stevan Jovetic (’83)
H-riðill
Kýpur 0 – 0 Slóvakía
Malta 1 – 3 Rússland
0-1 Artem Dzyuba (’23)
0-2 Mario Fernandes (’35)
1-2 Joseph Mbong (’56)
1-3 Aleksandr Sobolev (’90)
Slóvenía 1 – 0 Króatía
1-0 Sandi Lovric (’15)