Næstu vikuna er sannkölluð veisla fyrir áhugamenn um íslensku landsliðin en sex mikilvægir landsleikir fara þá fram. U21 árs landslið karla er að hefja leik á lokamóti Evrópukeppninnar.
Liðið hefur leik á morgun klukkan 17:00 gegn Rússlandi, Ísland er með á þessu móti í annað skipti í sögunni. Tíu ár eru síðan að Ísland tók síðast þátt á mótinu.
A-landslið karla leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar á morgun, liðið mætir þá Þýskalandi í undankeppni HM.
Bæði lið leika þrjá leiki á næstu viku en dagskrá landsliðanna má sjá hér að neðan.
Fimmtudagurinn 25 mars
Rússland – Ísland U21 17:00
Þýskaland – Ísland A 19:45
Sunnudagurinn 28 mars:
Ísland – Danmörk U21 13:00
Armenía – Ísland A 16:00
Miðvikudagurinn 31 mars
Ísland – Frakkland U21 16:00
Liechtenstein – Ísland A 18:45