Liverpool er að undirbúa lífið án Georginio Wijnaldum sem er á förum frá félaginu í sumar. Hollenski miðjumaðurinn verður samningslaus.
Ekkert bendir til þess að Wijnaldum verði áfram en hann og forráðamenn Liverpool hafa ekki náð samkomulagi um nýjan samning.
Ensk blöð segja frá því í dag að tveir miðjumenn séu á lista Liverpool, um er að ræða Aaron Ramsey miðjumann Juventus sem er til sölu í sumar.
Rasmey er á sínu öðru tímabili hjá Juventus en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi eftir að hann kom frá Arsenal.
Þá segja ensk blöð að Sander Berge miðjumaður Sheffield United sé á lista, Berge er 23 ára gamall norskur miðjumaður. Hann er á sínu öðru tímabili með Sheffield sem er að falla úr deildinni.
Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út en Sander Berge yrði líklega á bekknum til að byrja með.