Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hófust í kvöld með nokkrum leikjum.
Það var um sannkallaðan Íslendingaslag að ræða í Þýskalandi er Bayern Munchen vann 3-0 sigur á Rosengard.
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengard og spilaði allan leikinn en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen.
Þá var Frakklandsslagur háður er PSG tók á móti Lyon í París. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon, sat allan tímann á varamannabekk liðsins sem vann 1-0 sigur.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í einvíginu í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.