fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Landsliðsþjálfari Þýskalands fór fögrum orðum um Ísland og landsliðið – „Íslenska liðið mun ekki gefast upp“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 18:19

Joachim Löw / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joachim Löw, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Þýskalands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik þýska liðsins gegn Íslandi á morgun í undankeppni HM.

Löw er ekki hissa á þeirri velgengni sem íslenska landsliðið hefur upplifað á síðustu árum, sem kom liðinu til að mynda á tvö stórmót.

„Íþróttir gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi, meira að segja yfir hörðustu vetrarmánuðina. Íslenska þjóðin er þekkt fyrir sigur hugarfar sitt. Sama hvernig leikurinn spilast, þá geturðu verið viss um að íslenska liðið mun ekki gefast upp,“ sagði Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.

Löw er meðvitaður um styrkleika íslenska landsliðsins.

„Íslenska landsliðið á aðeins möguleika með því að spila saman sem lið. Þeir eru þéttir og geta varist mjög vel. Liðið spilar hraðan fótbolta og geta sótt hratt á varnir andstæðinganna. Það er mjög erfitt að spila gegn þessu liði,“ sagði Joachim Löw á blaðamannafundi.

Leikur Þýskalands og Íslands fer fram í Duisburg í Þýskalandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan 19:45. Þetta er fyrsti leikur liðanna í undankeppni HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Cunha framlengir við Wolves

Cunha framlengir við Wolves
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn

Útilokar að kalla markmanninn til baka en gæti gert breytingu á mánudaginn
433Sport
Í gær

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum
433Sport
Í gær

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan

Guy Smit skrifar undir fyrir vestan