fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Tjáði sig um ringulreiðina varðandi landsliðið í fyrra – „Fólk misskildi mig alveg“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 20:35

Mikael Neville

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Neville Anderson, leikmaður Midtjylland í Danmörku er með u-21 árs landsliði Íslands sem hefur leik í lokakeppni EM á fimmtudaginn.

Þetta verkefni u-21 árs landsliðs Íslands, sem er lokakeppni EM, markar endurkomu Mikaels í u-21 árs landsliðið. Athygli vakti á sínum tíma að Mikael tók ekki þátt í mikilvægum leikjum liðsins í undankeppni EM í fyrra.

Mikael útskýrði málið nánar í viðtali sem birtist í íþróttafréttatíma RÚV í kvöld.

„Þetta var svo flókið mál, ég var að ganga í gegnum erfiða tíma hjá Midtjylland og var ekki að spila eins mikið og ég hefði viljað. Það var bikarleikur hjá Midtjylland í landsleikjahléinu sem forráðamenn Midtjylland vildu að ég myndi spila til að koma mér aðeins nær liðinu,“ sagði Mikael í samtali við RÚV.

Hann segir að misskilningur í samskiptum hefðu verið aðal orsökin fyrir þeirri ringulreið sem skapaðist á þessum tíma. Sögusagnir spruttu upp á þessum tíma þess efnis að Mikael hefði ekki áhuga á að spila fyrir liðið þar sem hann hefði spilað með A-landsliðinu áður.

„Ég talaði við Adda (Arnar Þór, þjálfara u-21 á þessum tíma) eftir á og það eina sem hann sagði að ég hefði átt að gera var að hringja í hann. Ég talaði reyndar bara við Erik Hamrén (þjálfara A-landsliðs) á þeim tíma, þá kom upp misskilningur og hann kannski taldi að mig langaði ekki að spila fyrir u-21 árs landsliðið sem er alls ekki satt. Fólk misskildi mig alveg, fólk þekkir mig ekki eins vel og það þekkir aðra,“ sagði Mikael Neville Anderson, leikmaður u-21 árs landsliðs Íslands í samtali við RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar