Þýskaland hefur orðið fyrir verulegu áfalli fyrir landsleik sinn gegn Íslandi sem fram fer á fimmtudag í undankeppni HM.
Toni Kroos miðjumaður liðsins hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Um er að ræða mikið áfall fyrir þýska liðið.
Kroos sem er öflugasti miðjumaður liðsins hefur glímt við smávægileg meiðsli hjá Real Madrid.
„Toni fór í skoðun hjá læknum okkar og starfsliði. Hann hefði viljað vera áfram, ég hata að sjá hann fara. Með augað á EM er mikilvægt að hann nái fullum bata,“ sagði Joachim Löw þjálfari liðsins.
Kroos hefur lengi veriið lykilmaður í liði Þýskalands en Ísland verður án Gylfa Þórs Sigurðssonar.