Harry Kane er lang mikilvægasti leikmaðurinn í sínum leikmannahópi í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hefur Kane komið að 30 mörkum Spurs í deildinni en liðið hefur skorað 49 mörk í heildina.
Kane hefur skorað 17 mörk fyrir Tottenham og lagt upp 13, ótrúleg tölfræði hjá enska framherjanum.
Callum Wilson er ansi mikilvægur hjá Newcastle og Bruno Fernandes hefur komið að 26 af 56 mörkum Manchester United.
Mohamed Salah er mikilvægasti leikmaður Liverpool þegar kemur að mörkum en hann hefur komið að 20 mörkum af þeim 48 sem Liverpool hefur skorað. Salah hefur skorað 17 mörk en aðeins lagt upp þrjú.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.